á endalausu ferðalagi...
föstudagur, október 08, 2004
Hæ hæ allir saman!

Við erum búinn að vera netlaus eitt skiptið enn. Mér er nú farin að leiðast þetta svolítið. Ég er kannski ekki sú þolinmóðasta undir sólinni en mín þolinmæði er næstum því búin. Á þriðjudaginn var ég bara að velta fyrir mér að panta mér bara símalínu og adsl tengingu frá einhverjum öðrum og hætta þessu vesini með kollegieneti. Ég nefnilega eyddi 1,5 tíma á mánudaginn og öðru eins á þriðjudegi á skrifstofunni á kollegieinu. Ég veit alla vega að hvað starfsfólkið heitir! Alla vega þá gekk talvan á milli tölvusnillingana og aukasnillingsins frá FKO og ekkert kom út úr því.

En að öðru. Ég sá í gær í fréttunum í sjónvarpinu á Íslandi að það hafi orðið lestaslys á Íslandi. Í fyrsta lagi þá bara vissi ég ekki að það væru lestir á Íslandi og svo fór ég að velta fyrir mér hvort að lögreglan sem ætlaði að ransaka slysið hefði einhverja reynslu af rannsókn á lestarslysum eða hvort að þeir fengju aðstoð frá öðru landi. Það hefur sem sagt eitthvað breyst á Íslandi, það eru til lestar og ekki ein heldur allavega tvær því að þær lentu saman!

Annars er að skella á karföflufríi hér hjá okkur í Odense. Fyrsti frídagurinn er á mánudaginn en þar sem að skólinn er búinn í dag þá er ég komin í frí. Ég ætla gera eins og Gummi, vera dugleg að læra!

Þar til næst.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.